Laufey Lín Bing Jónsdóttir

Um hana Laufey

Hún Laufey er söngkona og lagahöfundur frá Íslandi sem semur popptónlist með vægum djass áhrifum. Þegar Laufey var 15 ára spilaði hún á selló fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og árið 2014 sigraði hún Söngkeppni Samfés og tók einnig þátt árin 2014 og 2015 í Ísland Got Talent og The Voice Iceland þar sem hún komst í undanúrslit.

Árið 2022 gaf Laufey út fyrstu breiðskífu sína, “Everything I Know About Love”, sem komst í vinsældarlistann bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Laufey kom fram á BBC þegar hún hóf að spila með listamönnum á Englandi og kom hún einnig fram í Jimmy Kimmel Live þætti.

Vinsælasta lagið Laufeyjar

Vinsælasta lagið hennar Laufeyjar er lagið “From the Start” sem kom út 2023 og er af plötunni Bewitched. Tegund lagsins er bæði popp tónlist og djass, þetta lag er með 259.822.160 streyma á Spotify.

Laufey vinnur Grammy

Fyrir plötuna sína, “Bewitched”, vann hún 2024 Grammy verðlaunin fyrir bestu hefðbundna poppsöng plötuna og er það fyrsta Grammy hennar Laufeyjar.

© 2024 Sara Dal