Counter-Strike:Global Offensive

Hvað er CSGO?

Counter-Strike er seríu klassískra skotleikja þar sem tvö lið taka þátt.
Í Counter-Strike: Global Offensive, einnig þekkt sem CS:GO eða bara CS, spilarðu í liðum þar sem Lögreglan og hryðjuverkamenn berjast á móti hvort öðru. Í byrjun leiks byrja allir með skammbyssur sem eru samt misgóðar eftir liði, byrja bæði liðin með 800$ og geta þessi lið keypt hlífnað, betri skammbyssur eða hluti svo sem handsprengjur og/eða reyksprengjur til að vinna lotuna og fær þá eitt stig, til að sigra þarf lið 16 stig. Það geta verið spilaðar 30 lotur og enda þá með 15:15 (jafntefli). En með hverri lotu sem lið sigrar fá allir í liðinu 3400$ og geta þá enn og aftur keypt betri byssur svo sem rifla eða annað, en ef lið tapar fær það lið bara 1400$ en hækkar um 500$ með hverri lotu sem er tapað í röð (max 3400$).

Afhverju völdum við CSGO og hvað okkur finnst?

Við völdum leikin Counter Strike því að það er leikur sem við höfum verið að spila mjög mikið undirfarið, og höfum gaman af því að spila.
Það eru margir leikir sem við prófum að spila í nokkrar vikur/mánuði en svo fáum við alltaf leið á þeim á endanum. En með csgo þá spilum við hann alltaf í einhvern vissan tíma tökum síðan pásu frá honum í smá stund, en við dettum alltaf aftur í að spila hann á endanum.

Hver er Gabe Newell?

Gabe Newell er forritari sem stofnaði leikjar fyrirtækið "VALVE".
Valve Corporation (áður Valve Software) er bandarískur tölvuleikjaframleiðandi í Bellevue, Washington. Valve var stofnað af Gabe Newell og Mike Harrington árið 1996 eftir að hafa unnið hjá Microsoft og varð heimsþekkt fyrir fyrstu vöru sína, Half-Life, sem kom 19. nóvember 1998. Fyrirtækið öðlaðist mikla umfjöllun og hrós við setningu Half-Life 2 árið 2004. Þeir hafa síðan gefið út Steam, leikjadreifingarpall sem er fáanlegur á Windows, OSX, Linux og PS3.

© 2019 KPV & LÁK