Minecraft er ekki leikur um eitthvað ákveðið, Minecraft er leikur sem gefur þér frelsi til að gera það sem þú vilt, það er eitthvað fyrir alla í þessum leik, ef þú elskar að berjast getur þú farið á netið að berjast við aðra, ef þú elskar áskoranir getur þú farið í "Hardcore", ef þú deyrð í þessu er eytt leiknum og þú getur ekki spilað aftur. Ef þú elskar að byggja getur þú bæði farið í "Creative", til að fá nóg af hlutum eða bara venjulega sem mun taka lengri tíma. Ef þú elskar ekki að byggja, ekki áskoranir eða að slást þá gæti tæknin verið vinur þinn í þessum leik, Minecraft hefur "Redstone", sem er hlutur tengdur rafmagni í leiknum, fólk hefur fundið endalausar leiðir til að nota þetta til að búa til meistaraverk. Svo ef Minecraft er einhver leikur þá er það "Sandbox", sem er leikur sem gefur þér frelsi til að gera hvað sem þú vilt.

Leikurinn

Minecraft er leikur sem kom út 18. nóvember árið 2011, leikurinn var gerður af Mojang sem var með 2 manneskjur á tímanum, Markus Persson og Jens Bergensten en Markus Persson átti Mojang og fékk eiginlega allan peninginn. Leikurinn var mjög einfaldur og rólegur það var kallað 1.0.0 í dag er leikurinn kominn upp í 1.14.0 og hefur komið miklu fleiri hlutum í leikinn, með árum varð leikurinn flóknari en á sama tímanum varð hann skemmtilegri og æsandi, til að segja þetta stutt, þroskaðist leikurinn með manni, þegar maður byrjaði var ekkert nema einn stór grænn heimur með nokkrum hlutum, í dag er sjór, það er skipt í marga tegundir skóga og það eru miklu fleiri lífverur í leiknum. Þessi leikur er frábær því hann aðlaðast báðum kynjum, alla aldurshópa og mörgum áhugamálum, út af því tel ég Minecraft vera hinn fullkomni leikur, það er eitthvað fyrir alla. Leikurinn er einhvern veginn bæði einfaldur og flókinn því þú ræður hvað þú gerir. Fyrirtækið sem gerði leikinn var selt til Microsoft fyrir mjög mikinn pening (c.a. $2,500,000,000) eiginlega bara út af Minecraft, leikurinn var með 96,000,000 að spila á sama tímanum í sínu besta árið 2018. Fyrirtækið var keypt og Markus hætti að vinna í leiknum en Jens hélt áfram og er enn að hjálpa í dag, þótt fyrirtækið seldist er leikurinn enn á réttri leið því starfsfólkið fluttist yfir og hélt áfram með allt sem var búið að skipuleggja. Framtíðin hjá leiknum er björt og fyrir stuttu síðan kom 1.14 með nýja hluti fyrir alla til að sjá og prufa. Það hefur ekkert komið um hvert leikurinn er að fara en 1.15 verður örugglega frábært.

Netið

Minecraft býður upp á að spila með öðrum á netinu, þetta breytir mörgu tengt leiknum því bara með þessu er hægt að búa til eitthvað nýtt, leikir á netinu bjóða upp á margt eins og pening sem hægt er að nota í leiknum, fá eitthvað til að gera frá öðrum, þetta getur verið tengt um hvað leikurinn á netinu snýst um eða bara einhver að borga þér eða bjóða upp á eitthvað til að gera einhvað, að vera á netinu hjálpar því þú getur kynnst nýjum vinum og hitt fólk þar sem þú getur þekkt restina af lífinu þínu, leikurinn er samt ekki fullkominn á netinu, það er ennþá til leiðinlegt fólk og ef maður lendir í því þá lagast það oft bara við að tala við stjórnendur en ef ekki er alltaf hægt að breyta. Bara að vera á netinu býr til nýjann leik, þú þarft ekki að ná í neitt eða hafa eitthvað til þess, þú ferð bara í það og spilar.

Mods

Leikurinn býður upp á að notendur geta breytt leiknum með öðru forriti sem fólk kallar "mods", fólk sem býr til þetta bætir einhverju í leikinn til að gera eitthvað nýtt eða tekur út til að gera erfiðara. Þessi "mods", búa til nýjan leik sem getur verið erfiðari, flóknari eða hefur bara eitthvað nýtt að gera. Sumir búa til pakka sem hafa mjög mörg "mods", þetta kallar fólk "modpacks", þeir eru pakkaðir með endalausu efni sem gerir leikinn skemmtilegri, erfiðari og flóknari, í nokkrum leikjum byrjar þú með ekkert með ekkert nema tré í kringum þig. Fólk fer frá þessu tré yfir í að ná vatni, vélum og fleira sem einfaldar leikinn með tímanum, þetta getur bætt mörgum hlutum í leikinn eins og vélum, hlutum og lífverum, ég mæli ekki með á að byrja á þessu en ef þér fer að leiðast að spila venjulega leikinn, er þetta frábært til að prufa, sumt höfðar að manni, annað ekki, maður verður bara að finna það sem hentar manni, eitthvað sem maður getur skemmt sér að. Þetta er bara nýr leikur að spila svona. Hérna er video af einhverjum að spila "modpack", þetta er "Skyfactory", sem er um að byrja með ekkert nema eitt tré eins og ég sagði áðan og að fara upp í vélar og fleira.

Tónlistin

Ef það er eitthvað í Minecraft sem mun aldrei gleymast af öllum sem hafa spilað þá er það tónlistin. Öll tónlistin er gerð af Daniel "C418" Rosenfeld, þessi tónlist er meistaraverk, ef þú spyrð einhver sem hefur spilað leikinn hvað uppáhalds leikjatónlist hans er þá er Minecraft oftast í topp 3 hjá fólki því tónlistin minnir þá sem spiluðu leikinn á fyrsta daginn þeirra í leiknum þar sem maður sat þarna og hugsaði hvað maður skyldi gera eða hvert maður ætlaði að fara, fyrsti dagurinn er oftast besta minningin hjá fólki sem hefur spilað leikinn og tónlsitin minnir alla á þennan dag sem þeir byrjuðu að spila, það eru margir sem hafa farið að gráta yfir tónlistinni eftir að hafa opnað leikinn eftir einhver ár, þessi tónlist er það eina sem breyttist ekki mikið í leiknum og það eina sem gamlir spilarar hafa til að minnast á hvernig þetta allt byrjaði. Hérna er tónlistin frá C418, þetta var fyrsta platan hans tengd Minecraft og eru flest öll lögin sem fólk man eftir á henni.