Gullöld Rokksins

Bruce Springsteen
Neil Young
Robert Plant
EVH

Allt frá því að ég man eftir mér hefur tónlist alltaf verið stór partur af mínu lífi. Ég fékk minn tónlistarsmekk beint frá foreldrum mínum. Ein af mínum fyrstu minningum er að hlusta á Metallicu live árið 1991 í Mosku fyrir framan 1.6 milljón mans með pabba mínum. Þrátt fyrir að hafa verið alin upp á tónlistarstefnum eins allskynd metal og hard rock-i hefur smekkurinn minn breyst og þróast meira í áttina að blús, folk og country tónlist á seinustu fimm árum.
Ég spila á gítar, ég eyði öllum frítíma mínum í það og mætti segja að gítarinn sé minn besti vinur. Ástæðan fyrir að ég valdi gítar er að tónlistin sem að ég hef hlustað á allt mitt líf er mjög gítar-based. Ég mun ávallt vera þakklátur fyrir að vera með virkilegan sérstakan tónlistarsmekk en ekki margir á mínum aldri hlusta á það sem ég hlusta á.
Svo hér fyrir neðan tek ég saman þá sem að hafa haft mest áhrif á líf mitt.

Nótur

1960's

1960's eða sjöundi áratugrinn einkenndist af breytingum. Mikið í vestræna heiminum var á hreyfingu, kynþáttafordómar minnkuðu, stefnur gegn stríði og var tónlistin engin undantekning. Tónlistarstefnur eins og Soul, Blues, og hin nýfædda stefna, Rock N' Roll, voru í farabroddi. Það sem að var þekkt fyrir í raun og veru sjöunda áratuginn sem Rock N' Roll voru t.d. menn eins og Elvis Presley og Chuck Berry. Þeirra "sound" var að fara verða fyrir miklum breytingum og þær myndu fæða stefnur eins og Hard Rock, Pysqadelic Rock og jafnvel Metal. Hin fræga rokkstjarnar fæddist einnig á þessum árum.

Mínir uppáhalds

Þegar kemur að velja "top 3" uppáhalds tónlistarmenn eða hljómsveitir þá er það í raun og veru ómögulegt. Þrátt fyrir að mér líkar við fyrri hluta sjöunda áratugsins er það í raun og veru frá 1966 og að 1970 sem að hjartað mitt liggur. Þar sem ég þarf að velja mínar 3 uppáhalds, þá yrði það að vera hljómsveitirnar Cream, The Doors og seinast en ekki síst the Jimi Hendrix Expirience.

1970's

Ef að ég ætti tímavél þá myndi ég fara beinustu leið til áttunda áratugsins. Fötin, menningin og mikilvægast af öllu, tónlistin. Tónlistin hélt áfram að þróast í sömu átt og sjöundi áratugurinn var að fara. Hún varð þyngri, hraðari og flóknari.

Mínir uppáhalds

Þegar kemur að sjöunda áratuginum, þá ætla ég að skifta honum í þrennt, Rock n' Roll og Folk þar sem mínir uppáhalds tónlistarmenn tilheyra báðum stefnumm.

Rock n' Roll

Háppunktur Rock n' Roll's er að mínu mati the 70's. Magnið af hljómsveitum og tónlistarmönnum sem voru og eru algjörlega magnaðir er svakalegt. Mínar þrjár uppáhalds hljómsveitir, ekki aðeins á sjöunda áratuginum heldur allra tíma eru Black Sabbath, Lynyrd Skynyrd og auðvitað guðirnir í Led Zeppelin. Að mínu mati er Led Zeppelin án efa besta hljósmveit allra tíma.

Folk

Tónlistarsmekkur minn er frekar breiður, ég hef mjög gaman að þjóðlagatónlist, sérstaklega bandarískt Folk. Það sem að einkennir þá stefnu eru sögur. Tónlistarmennirnir sem að tilheyra fólk eru oftast einir og sér með aðeins gítar að segja sögur með tónlist sinni. Mínir uppáhalds Folk tónlistarmenn eru án efa John Denver, Neil Young og James Taylor. Ef ég þyrfti að velja uppáhalds af þessum þrem yrði James Taylor á toppnum.

1980's

Níundi áratugurinn var fyrsti áratugurinn sem að ég kynntist þegar kemur að tónlist. Hvort sem það er Trash-Metal eða New-Wave, það er fátt sem ég elska ekki við níunda áratuginn.
Þessi hluti síðunar mun vera aðeins víðari heldur en bara Rock n' Roll. Fyrsta tónlistin sem að ég man eftir að hafa hlustað á var Metallica. Það var sérstaklega lagið "One" af hinu mögnuðu plötu "And Justice For All".

Metallica
Slash

Mínir uppáhalds

Líkt og öll hin skiptin, þetta val var ekki létt. Líkt og ég sagði áðan var, er og mun Metallica alltaf vera stór hlutur af mínu lífi og þess vegna verða þeir að vera hér. Fátt er svalara heldur en hann Saul Hudson, betur þekktur sem Slash. Ég hef ávallt verið algjör GnR haus og fékk ég að fara á bestu tónleika sem ég hef farið á þegar að þeir komu hingað árið 2018. Seinasta hljómsveitin á þessum lista er Van Halen. Eftir að hafa kynnst Van Halen fyrir rúmlega 6 árum hefur VH orðið meira og meira eitt af mínum uppáhalds hljómsveitum. Það er fátt betra heldur en hin mikli Eddie Van Halen en hann lést auðvitað því miður í September 2020.

Stevie Ray Vaughan

Minn allra uppáhalds gítarleikari er hin goðsagnakenndi Stevie Ray Vaughan, einnig þekktur sem SRV. Stevie var blúsari frá texas og virkilega einkenndi Texas blús sándið. Þrátt fyrir að margir hafa reynt að komast nálægt því sem hann gerði, dýnamíkin, hraðinn og tilfinningin í tónlistinni hans er að mínu mati enn í dag það besta af öllu sem að gott er. Hann var því miður tekin fyrir aldur fram árið 1990, aðeins 35 ára. Hann lést í þyrslu slysi þegar hann var á leiðinni að spila tónleika með Eric Clapton. Hann var ný orðinn edrú og á virkilega góðum stað í sínu lífi.

SRV

Efst á síðu

© 2021 H & G

RnR