Leikurinn

Playerunknown's Battlegrounds er svokallaður battle royal leikur. Með öðrum orðum er hann open world survival leikur. Leikurinn byrjar þannig að 100 leikmenn eru settir saman í flugvél.

Flugvélin flýgur yfir gríðarlega stórt map þar sem má meðal annars finna herstöð, borgir og bæi ásamt allskonar fjöllum og landslagi.

Leikmenn ráða hvenær þeir hoppa úr flugvélinni og um leið og þeir lenda hefst leikurinn. Byssur, skot, skotheld vesti og hjálmar ásamt aukahlutum á byssurnar liggja víðsvegar í byggingum.

Á 5 mínútna fresti minnkar svæðið sem leikmenn mega vera inná til þess að gera leikinn meira spennandi þegar fáir leikmenn eru eftir. Leikurinn endar síðan þegar einn leikmaður af 100 stendur uppi sem sigurvegari.

Leikmenn hoppa úr flugvélinni

Hönnun og smíði leiksins

Leikurinn er þróaður af PUBG Corporation sem er dótturfyrirtæki Kóreska fyrirtækisins Bluehole. Leikurinn er byggður á "mods" sem Brendan "PlayerUnknown" Greene þróaði fyrir aðra leiki með kvikmyndina "Battle Royale" frá árinu 2000 til fyrirmyndar.

Leikurinn kom út sem "early access" á leikjaforritinu Steam í mars á þessu ári. Early access þýðir að leikurinn er ekki fullkláraður og hafa notendur tækifæri á að taka þátt í þróun leiksins með spilun. Leikurinn er búinn að taka miklum breytingum frá útgáfudegi, leikurinn var gefinn út sem 3rd person leikur en nú hefur bæst við 1st person.

Á innan við ári hefur leikurinn selst í 20 milljón eintökum og hafa mest 2 milljónir spilara spilað leikinn á sama tíma. Þetta gerir leikinn að mest spilaðasta leiknum á Steam

Brendan "PlayerUnknown" Greene

Notendur

Leikurinn hefur laðað að sér notendur af öllum aldri og kyni. Á síðunni Twitch, þar sem leikjaáhugamenn streyma leikjaspilun í beinni má sjá fólk jafnt ungt sem gamalt skemmta sér í leiknum. Battlegrounds er að vísu skotleikur, þannig hann er ekki fyrir alla.

Framtíðarsýn

Miðað við að leikurinn nýtur svo mikilla vinsælda á meðan hann er early access er alveg óhætt að segja að Battlegrounds á bara eftir að sjá aukningu í notendum þegar leikurinn verður alveg tilbúinn.

Eitthvað hefur verið reynt að gera leikinn að eSports leik en það hefur ekki gengið að óskum, þar sem leikurinn er langt frá því að vera alveg tilbúinn. Auk þess er mjög erfitt að gera hann sanngjarnann þar sem item drop og staðsetning þeirra eru random.

Ég efast samt ekki að keppt verði í leiknum í framtíðinni.