Introversion Software

Um Prison Architect

Prison Architect er tölvuleikur um fangelsissmíði frá breska hugbúnaðarfyrirtækinu Introversion Software. Hann kom fyrst út fimmtánda september 2015 í "early access" þá var hann enn í þróun og uppfærslur komu út á þriggja til fjögra vikna fresti.

Leikurinn setur leikmannin í hlutverk fangelsisstjóra sem fær það hlutverk að byggja fangelsi frá grunni. Áskorunin byggist á því að endurhæfa fangana, eða lækka líkurnar á að þeir fremji glæpi eftir dvölina í fangelsinu, líkurnar fara eftir persónuleika fangans og upplifun hans í fangelsi leikmanna. Var hann læstur inni í fangaklefa allan tíman? Var hann í skóla eða vinnu innan fangelsisins? Allt sem fangarnir gera innan veggja fangelsisins hefur áhrif á einkunn leikmanna.

Introversion Software

Prison Architect er fimmti leikur Introversion Software; en átti aldrei að vera það. Áður en Introversion byrjaði á Prison Architect þá voru þau að vinna í Subversion sem var aflýst eftir rúmlega fjögur ár í þróun. Þetta þýddi að Introversion var í fjárhagnslegum vandræðum. Stuttu eftir að Subversion var aflýst þá gaf Introversion út "Humble Introversion Bundle" í samstarfi við vefverslunina Humble Indie Bundle sem er samansafn af öllum fyrri leikjum þeirra. Introversion græddi $779026 á þessum pakka sem Introversion notaði í þróun Prison Architect sem seldist í milljónum eintaka og kom Introversion endanlega á kortið.

The Team

Introversion hefur núna fjórtán starfsmenn. Þeir frægustu eru:
Chris Delay - "Lead Designer and Developer"
Mark Morris - "Producer".

Þeir koma fram í myndböndum sem gefin eru út fyrir hverja uppfærslu sem fá reglulega yfir 100.000 áhorf á YouTube.

Saga og Framtíðarhorfur

Leikurinn var tilkynntur í Október 2011 og kom fyrst fyrir augu almennings 15. September 2012, eftir rúmlega tvö ár í þróun. Þá var leikurinn mjög frumlegur og bara fáanlegur á vefsíðu Introversion. Prison Architect kom út á Steam í Mars 2013 sem partur af Alpha 8 uppfærslunni. Stuðningur við Linux kom í uppfærslu tíu ásamt stuðningi fyrir Steam workshop og endurhönnuðu líkanni fyrir afbrot innan fangelsisins. Introversion eyddi mánuði árið 2015 í iPad stuðning, en leikurinn kom ekki formlega út á iPad fyrr en árið 2017. Samtals komu 36 Alpha uppfærslur út frá 2012-2015. Prison Architect kom formlega út sem fullkláraður leikur 6. Október 2015.

Listi yfir alpha uppfærslur Uppfærslur eftir Version 1

Framtíð Prison Architect

Introversion hefur gefið út 13 uppfærslur síðan leikurinn kom út og hefur lýst því yfir að þau ætli að halda áfram að uppfæra Prison Architect nokkrum sinnum á ári. Síðan Prison Architect kom út hefur Introversion gefið út tölvuleikinn Scanner Sombre og hafa tilkynnt annan tölvuleik sem heitir Order of Magnitude. Introversion segist ekki ætla að búa til Prison Architect 2 eða halda áfram með "Architect" sem seríu yfirhöfuð. Því má ætla að Introversion hætti bráðlega að gefa út uppfærslur fyrir Prison Architect og einbeiti sér alfarið að Order of Magnitude.