Leikreglur:

Leikurinn er þannig að það eru tvö fimm manna lið sem keppast um að drepa "Nexus" sem er eins konar höfuðstöð hvers liðs, lið þurfa að "farma" minions til að fá pening til þess að kaupa betri hluti til þess að geta drepið hina leikmenn og grætt pening af þeim.

Summoner's Rift

Summoner's Rift er vinsælasta leikvöllurinn í League of legends, þar spila flestir sína leiki en það er hægt að velja um: Aram eða Twisted Treeline.

Í Summoner's Rift eru tvö fimm manna lið sem reyna að eyðileggja byggingu sem kallast "Nexus" sem er varið af óvinunum s.s þessum fimm einstaklingar sem eru að keppa á móti þér og einnig af níu turnum. Þegar betra liðið nær að drepa Nexusinn að þá vinnur það lið leikinn.

Hér er einföld skýring á Summoner's Rift.

Hér er leikvöllurinn eins og hann er í leiknum.

Leikmenn

Það eru sirka 140 leikmenn sem maður getur valið um að spila, það er fullt í boði.

Riot Games láta alla leikmenn sem þeir búa til í ákveðið hlutverk og það eru 6 hlutverk sem eru í leiknum.

~ Marksman:

Þeir sem eru í þessu hlutverki kallast "AD Carries" þetta eru leikmenn sem ráðast á aðra leikmenn með vopni úr löngu færi. Þeir sem spila Marksman spila í Bot Lane, s.s neðst á Summoner's Rift.

~ Mage:

Þeir sem eru í þessu hlutverki kallast "AP Carries" þetta eru þeir leikmenn sem eru með töfra mætti og einnig ráðast þeir á aðra leikmenn úr löngu færi. Mage leikmenn geta verið veikburða en eru mjög sterkir. Þeir sem spila Mage spila í Mid Lane, s.s í miðjunni á Summoner's Rift.

~ Assassin:

Þeir sem eru Assasins, einkennast af því að drepa aðra leikmenn eins fljót og hægt er, þeir eru vanalega í "melee range" s.s. að þeir þurfa að koma nálægt öðrum leikmönnum til þess að geta drepið þá. Oftast eru þeir mjög veikburða og geta einnig dáið mjög fljótt. Assasins eru oftast spilaðir í Mid lane eða í Jungle Lane.

~ Tank:

Þeir sem spila Tank eru mjög sterkir leikmenn, það er mjög erfitt að drepa Tank leikmenn því að þeir hafa mikið armor og mikið af lífi í leiknum. Þeir sem spila Tank spila oftast í Top Lane, s.s. efst í Summoner's Rift.

~ Fighter:

Þeir leikmenn sem eru Fighters að þeir eru Tanks og geta meitt aðra leikmenn en eru ekki mjög sterkir en þeir geta haldið sér á lífi nógu lengi ef þeir geta það. Þeir geta ráðist á aðra leikmenn mjög nálægt eða í löngu færi. Þeir sem spila Fighters spila oftast í Jungle, sem er opið lane við hliðiná hinum Lane-unum.

~ Support:

Þeir sem spila Support eru þeir leikmenn sem hjálpa öðrum í sínu liði, þeir oftast gefa öðrum leikmönnum líf eða skjöld utan um þá. Support eru annaðhvort Tanks eða Mage. Þeir sem spila Support eru alltaf spilaðir með "AD Carries" semsagt í Bot Lane.

Hér er mynd af leikmönnunum

Saga

League of legends kom út árið 2009 af fyrirtækinu Riot Games og árið 2012 var leikurinn mesti spilaði PC leikurinn í Norður-Ameríku og Evrópu. Árið 2014 voru yfir 67 milljón einstaklingar sem spiluðu League of legends í hverjum mánuði og 27 milljón einstaklingar á hverjum deigi. Árið 2016 voru yfir 100 milljónir einstaklingar virkir að spila þennan vinsæla leik.

Þróun

Það er hægt að spá því að League of legends mun aukast í notkun víða um heim því að hann hættir ekki með því að vera vinsælasti leikurinn í heimi þessa daga. Það eru alltaf mikla breytingar í gangi, til dæmis nýir leikmenn, nýir tegundir af leikvöllum, nýir búningar og nýir hlutir til þess að kaupa þegar maður spilar.