Tölvuleikja bloggið

Um okkur

Við hjá tölvuleikja blogginu skoðum tölvuleiki sem okkur finnst góðir og finnst að fólk ætti að prufa, þetta eru semsagt allt leikir sem annarhvor okkar spilar. Við tölum um allskonar leiki, og plönum á að færa okkur úr bara byssuleikjum yfir í allskonar aðra leiki líka eins og Cities Skylines, Farming Simulator, Subnautica eða jafnvel Sims. Markmið okkar er að sýna fólki fleiri skemmtilega leiki sem það hefði ekki endilega annars prufað svo að það kaupi ekki einhverja leiki sem það er ekkert viss um að séu góðir heldur fái betri yfirsýn yfir hvaða leikir eru góðir.

Rainbow Six Siege (RSS)

Um leikinn

Rainbow Six er sérsveit sem samanstendur af meðlimum bestu sérstveita í kringum jörðina:

Þjálfuð til að vinna í þröngu innanhús umhverfi, þau eru sérfræðingar í niðurrifum, vel plönuðum árásum og að berjast í litlum svæðum.

Gameplay

Það eru tvö fimm manna lið og eitt gerir áras á meðan hitt á að verja. Leikurinn er spilaður á fjóra vegu; hostage: þá er eitt liðið með gísl og hitt á að koma honum í öruggt skjól, bomb: þá er sprengja sem eitt liðið á að verja og hitt að aftengja, secure area: þá á eitt liðið að reyna að vera ákveðið lengi á ákveðnum stað og hitt að koma í veg fyrir að það gerist, terrorist hunt: þá spilar þú einn eða í hópi með fjórum öðrum og takist á við óvini sem eru stýrðir af tölvunni, situations: það er bara fyrir einn spilara og aðalega gert til þess að þú náir tök á leiknum enda er þessi leikur að mestu leiti netleikur

Meira um leikinn

Framleiðandi
Ubisoft (Sébastien Labbé)
Stjórnandi
Xavier Marquis
Hönnður
Daniel Drapeau
Forritari
Jalal Eddine El Mansouri

Ghost Recon: Wildlands

Sagan

Ghost Recon: Wildlands gerist í Bólivíu þar sem eiturlifja gengi er búið að nánast taka yfir allt landið með því að kaupa herinn, stjórnmálamennina og allar kókaín akrana. Þú spilar sem einn af fjórum hermönnum sendir þangað til þess að taka þetta eiturlifja gengi niður og frelsa Bólevíu

Gameplay

Í leiknum fer maður um alla Bólevíu og stoppar parta af eiturlifja genginu í einu, það eru uþb. 20 partar sem eru mis erfiðir og skiptast niður í 4 mismunandi flokka, Influence, Production, Security og Smuggling. Einn besti parturinn við þennan leik er hversu stórt svæðið er sem maður er að spila á, það er uþb. 576 ferkílómetrar sem er uþb. 3 sinnum stærra en svæðið í GTA 5 og hann er með frekar stórt svæði sem maður getur verið á.

Meira um leikinn

Framleiðandi
Ubisoft (Nouredine Abboud)
Stjórnandi
Eric Couzian
Hönnður
Dominic Butler

Leikurinn er frekar nýr, gefin út 7. mars 2017. Leikinn spila margir, þó fleiri strákar en stelpur samt og er hann spilaður alveg á aldrinum 13+.

Overwatch

Sagan

Á tíma alþjóðlegra erfiðleika verður til verkefnasveitin: OVERWATCH sem er mynduð af hetjum sem saman endurheimta frið í heimin. Overwatch endaði þessa tíma og hjápaði að halda við frið í áratugi. En eftir mörg ár fóru áhrifin að dvína og endaði með því að hætti stofu. Nú byrja átökin aftur út um allan heim og kallað hefur verið til hetjanna.

Gameplay

Leikurinn er byggður á tveim sex manna liðum og er eitt þeirra að gera áras á hitt liðið meðan það er að verja. Leikurinn er spilaður á fjóra vegu; assault, escort, control og hybrid sem byrja ár á assault og endar á escort.

Meira um leikinn

Framleiðandi
Blizzard Entertainment
Stjórnendur
Jeff Kaplan, Chris Metzen og Aaron Keller
Hönnuðir
Jeremy Craig, Michael Elliot og Scott Mercer
Forritarar
Mike Elliott og John LeFleur

Leikurinn kom út 24. maí 2016 og hann hefur verið afar vinsæll síðan þá. Hann er ennþá alveg þó nokkuð nýr og mög vinsæll og Blizzard heldur áfram hörðum höndum við að bæta nýungum í hann. Við höldum að hann muni alveg vera vinsæll langt inn í framtíðina og þessi leikur er spilaður á milli bilinu svona 8/9/10+ ára.

Titanfall 2

Sagan

Titanfall gerist í stríði í framtíðinni þar sem maður er venjulegur hermaður en langar að verða „pilot“, svona „pilots“ þarna eru hermenn sem eru eiginlega bara súper hermenn með allskonar tækni til að hjálpa þeim. „Pilots“ eru með eitthvað á bakinu til þess að þeir geti hlaupið á veggjum og hoppað tvisvar og þeir eiga allir stóra róbóta, Titans, sem þeir geta farið inní. Leikurinn byrjar þannig að það er ráðist á geimskipið sem maður er að þjálfa í til þess að geta orðið „pilot“ og maður þarf að fara niður á plánetuna til þess að lifa af og berjast í gegnum óvinina. Mjög fljótt í leiknum rekst maður á „pilot“ sem er drepinn og hann gefur manni tækið sem leyfir honum að tvíhoppa og gefur manni Titaninn sinn.

Gameplay

Þessi leikur er aðallega multiplayer þótt að hann sé líka með campaigni vegna þess að campaignið er ekki langt, uþb. 5 kls en það er líka multiplayer og PVE. Multiplayer í þessum leik er rosalega gaman vegna þess hversu gaman það er að hoppa um allt renns sér svo og skjóta niður óvini sína eða láta titaninn sinn stinga hendinni inn í stýrishólf annars titans og rífa óvin sinn út, kremja óvininn og stappa ofan á titaninn. PVE er líka mjög skemmtilegt, þar á maður að vernda bor sem er að grafa eitthvað sem maður veit ekki hvað er á meðan það koma hópar af óvinum sem vilja ekkert annað en að eyðileggja þennan bor.

Meira um leikinn

Framleiðandi
Respawn Enterteinment
Útgefandi
Electronic Arts

Leikurinn var gefin út 28. október 2016. Leikinn spila ekki margir og hann hefur oft verið kallaður „The most underrated game of 2016“. Það spila fleiri strákar en stelpur og hann er bannaður innan 16 ára. Titanfall 2 á ekki endilega góða framtíð frammundan vegna þess hversu illa hann seldist, hann seldist illa vegna þess að hann ver gefinn út á milli útgáfudaga tveggja stærstu leikja ársins, og það hefur verið talað um að það muni ekki koma út neinn Titanfall 3 vegna þess hversu illa þessi leikur seldist.