Town of Salem er GEGGJAÐUR leikur sem er ókeypis á netinu á upprunalegri vefsíðunni þeirri, en það er hægt að kaupa hann á steam, en það er lítill munur, þetta er spil (card game), leikurinn kom út árið 2014, fyrirtækið sem bjó þetta til heitir Blank Media Games, það er bara allir mjög misgamlir og mismunandi fólk að spila hann. Þeir hafa "phpBB" síðu, með samfélagi þeirra sem spila þennan leik. Þeir gera helst bug fixes þegar þeir gera updates en stundum bæta þeir við einhverju.

Hvernig virkar leikurinn?

Þessi leikur er svona einhvernskonar sakamálaleikur.

Í Town of Salem eru hlutverk, og þú færð eitt af þeim hlutverkum (roles), og annað hvort ertu í góða liðinu (town), mafíunni (vonda liðið) eða hvorugt (neutral), og þú vilt helst vera lifandi (nema ef þú færð Jester, útskýri það fyrir neðan). Ef þú ert í góða liðinu (town) og deyrð ertu ekki búin/nn að tapa, vegna þess að góða liðið vinnur sem lið þannig að ef góða liðið vinnur og þú dáinn vinnur þú samt, vegna þess að þetta er þitt lið, það sama gildir um mafíuna. Ef þú ert talinn sem neutral ertu ekki í neinu ákveðnu liði en þú getur lent í því að mega vinna með liði, þ.e.a.s ef þú verður norn (witch), þá vinnur þú með öllum nema town, þannig að þá vinnur þú ef town tapar og þú ert ennþá á lífi, en tapar ef þú deyrð.



Hlutverk (roles)

Town:

Bodyguard (Lífvörður): Hann ver einhvern einn á nóttinni, og ef einhver ræðst á þann kall, þá deyr lífvörðurinn og árásarmaðurinn.

Doctor (Læknir): Hann velur einn á nóttunni og læknar hann ef hann verður fyrir árás.

Escort (Vændiskonan): Hún fer heim til einhverns á nóttunni og stundar vændi mætti segja og kemur þannig í veg fyrir að sá geti vert það sem hann/hún ætlaði sér að gera í nótt.

Investigator (Rannsakari): Hann rannsakar einn á nóttunni og fær upp 3 hlutverk, og sá sem hann rannsakaði hefur eitt af þessum hlutverkum.

Jailor (Fangelsisvörður): Hann velur einn á daginn til að setja í fangelsi á nóttunni, og þeir sem lenda í fangelsi geta ekki heimsótt neinn á meðan. Fangelsisvörðurinn hefur rétt á að drepa fangann ef hann treystir honum ekki, en ef hann er búinn að drepa þrjá eða drepa einhvern í góða liðinu (town), þá missir hann réttinn á því. En það er eins gott að segja það sem fangelsisvörðurinn vill vita þegar hann hefur rétt á að drepa þig. Fangelsisvörðurinn getur ekki drepið fyrstu nóttina.

Lookout (Sjáandi): Hann fylgist með einum í einu á nóttunni og sér hverjir heimsækja hann. Það getur bara verið einn fangelsisvörður í einu.

Mayor (Bæjarstjóri): Hann getur sannað að hann sé bæjarstjóri með því að ýta á takka svo það komi á spjallborðinu, og þegar hann er búinn að því þá fær hann 3 atkvæði þegar það er verið að kjósa um hvern á að hengja, það getur bara verið einn bæjarstjóri í einu.

Medium (Miðlungs): Hann talar við dáið fólk á nóttunni.

Retributionist (Uppvekjarinn): Hann vekur einhvern í góða liðinu upp frá dauðum, en hann getur bara notað þennan kraft einu sinni. Það getur bara verið einn uppvekjari í einu.

Sheriff (Sýslumaður): Hann getur heimsótt einhvern einn á nóttunni og sér hvort hann sé raðmorðingi, varúlfur (virkar bara þegar það er fullt tungl), eða í marfíunni.

Spy (Njósnari): Hann hlustar á mafíuna á nóttinni, en veit ekki hverjir eru að tala, hann sér hverja þeir heimsækja, og hann heyrir allt hvísl á daginn.

Transporter (Flytjandinn): Hann heimsækir tvo, og færir þá á milli staða áður en aðrir heimsækja þá. Segjum að Jón og Pétur væru þarna, og flytjandinn heimsækir þá, þá ver Jón heim til Péturs og Pétur heim til Jóns, og ef mafían, eða aðrir sem drepa, ætla að drepa Jón, og heimsækir hann, þá deyr Pétur.

Vampire Hunter (Vampúru veiðimaður): Hann getur njósnað um vampírur á nóttunni, en hann veit ekki hverjir þetta eru eða hverja þeir heimsækja, en hann getur heimsótt einn og ef sá er vampíra, þá deyr vampíran. Þegar allar vampírur hafa dáið, þá breytist Vampíru veiðimaðurinn í Vigilante (veiðimann sem vill veiða alla vonda).

Veteran (Öldungur): Hann heimsækir engann, hann getur bara valið sjálfan sig þrisvar einnum, og þegar hann getir það skýtur hann alla sem heimsækja hann.

Vigilante (Veiðimaður): Hann skýtur þann sem hann heimsækir á nóttunni, ef hann heimsækur einhvern, hann vill finna þá vondu en ef hann skýtur einhvern í góða liðinu fremur hann sjálfsmorð næstu nótt.

Mafía:

Blackmailer (Mútarinn): Hann hefur sömu eiginleika og njósnarinn varðandi að heyra hvísl á milli spilara. Hann getur mútað einn þannig að fórnarlambið hann getur ekki talað neitt í einn dag.

Consigiere (Ráðgjafi): Hann heimsækir einhvern og sér hvaða hlutverk hann gegnir.

Consort (Vændiskona í mafíunni): Gerir það sama og escort, bara vinnur í mafíunni.

Disguiser (Persónuflakkari): Allir í mafíunni geta séð hverjir í mafíunni eru að fara að heimsækja hvern, og disguiser getur valið það sama og mafíumeðlimir sem drepa ætla að drepa. Ef hann gerir það þá fréttist að hann (disguiser) hafi dáið og verið annað en hann var (deyr ekki sem disguiser, heldur eitthvað annað), og hann breytist í þann sem hann valdi (hann verður ennþá disguiser). Disguiser getur gert þetta aðeins þrisvar sinnum.

Forger (Falsari): Hver sem er getur skrifað sinn síðasta vilja á blað þegar hann er á lífi, og þegar einhver deyr, þá sjá allir blaðið hans. Það sem falsarinn gerir er að breyta síðasta vilja fólks þannig að allir sjá þá falsað blað. Falsari getur bara falsað 3 sinnum.

Framer (Gabbari): Hann heimsækir einhvern einn og lætur þann líta út fyrir að vera í mafíunni (ef einhver eins og investigator, eða sheriff heimsækir hann þá er eins og sá sé í mafíunni).

Godfather (Guðfaðir): Hann ræður hvern yfir mafíósóann, hvern hann drepur, ef mafíósóinn er í fangelsi, sefur hjá vændiskonu (escort) eða er ekki á lífi, þá fer guðfaðirinn sjálfur og drepur þann sem hann vill drepa. Sheriff getur ekki séð að guðfaðir sé í mafíunni, og það getur bara verið einn guðfaðir í einu.

Janitor (Skúringamaður): Þegar mafían ætlar að drepa einhvern, þá getur hann hreinsað út hlutverkið hans, þannig að þegar það fréttist af dauða fórnarlambsins, þá veit enginn hvað hann var og enginn sér síðasta vilja hans.

Mafioso (Mafíósó): Hann fer eftir guðföður sínum, ef guðfaðirinn deyr þá breytist mafíósóinn í guðfaðir, en ef það sé enginn guðfaðir, eða guðfaðirinn lendir í fangelsi, vændiskonu, eða eitthvað sem komur í veg fyrir að guðfaðirinn geri eitthvað eða hann gerir yfir höfuð ekkert, þá velur mafíósóinn þann sem hann vil drepa.

Neutral:

Amnesiac (Munaðarleysinginn): Hann man ekki hvaða hlutverk hann var, en þá nóttinni getur hann valið hlutverk frá þeim sem eru dánir, hvað hann vil vera.

Arsonist (Brennivargur): Hann heimsækir fólk og sullar bensíni yfir það, nema þegar hann velur sjálfan sig, þá sullar hann ekki olíu á sjálfan sig heldur brennir hann alla sem hann hefur sullað olíu á. Ef hann sleppir því einhverja nóttina, eða lendir í fangelsi, eða sefur hjá vændiskonu, þá fer olían af einhverjum einum sem þá varst búinn að sulla á. Þeir sem eru dauður brenna ekki og þegar þú sullar olíu á einhvern þá koma skilaboð að einhver sullaði olíu á hann.

Executioner (Hengjandi): Hann hefur skotmark og markmiðið hans er að fá bæjinn til að hengja þann spilara, ef hann nær því vinnur hann en ef spilarinn deyr um nóttina þá breytist hengjandinn í jester.

Jester (Þunglyndi spilarinn): Jester vill hengja sig, en hann verður þá að fá bæjinn til þess, og til að gera það þarf hann að láta aðra halda að hann sé vondur. Ef hann sé hengdur þá er hann búinn að vinna, en leikurinn heldur áfram, þannig að hann getur látið einn deyja út sektarkennd, en bara þá sem dæmdu hann sekan.

Serial Killer (Raðmorðingi): Hann drepur bara einn í einu á nóttunni.

Survior (Sá sem vill lifa): Hann má vinna með hverjum sem er, eina sem skripir máli sjá honum er að hann sé á lífi allan leikinn.

Vampire (Vampíra): Þetta er vampíra, þeir eru saman í liði og bíta einhvern einn og hann breytist í vampíru. Ef þeir bíta einhvern í mafíunni þá deyr sá spilari.

Werewolf (Varúlfur): Þetta er varúlfur, hann getur bara gert eitthvað aðra hvora nótt (þegar það er fullt tungl). Ef hann heimsækir einhvern þá drepur hann þann sem hann heimsækur og alla aðra sem heimsækja hann. Ef varúlfurinn kýs að vera heima þá drepur hann alla sem heimsækja hann.

Witch (norn): Norn getur stjórnað spilurum og valið þannig séð fyrir þau hvern þau heimsækja. Norn sér líka hver sá sem hún stýrir er.