Byssur
Það er fullt af byssum til að velja. Það eru rifflar, hríðskotabyssur, skammbyssur, haglabyssur og vélbyssur. CT liðið og T liðið fá sumar öðruvísi byssur. Munurinn á byssunum er sá að CT liðið fær FAMAS, M4A4 eða M4A1-S, AUG, USP-S eða P2000, Five-Seven eða CZ-75, MAG-7, SCAR og MP9, í staðinn fyrir þessar byssur fær T liðið Galil AR, AK-47, SG 553, Glock-18, Tec-9 eða CZ-75, Sawed-off Shotgun, G3SG1 og Mac-10. Allar aðrar byssur eru eins á liðunum.
Búnaður
Bæði liðin geta keypt nokkrar gerðir af handsprengjum. Bæði liðin fá Decoy, High Explosive Grenade, Flashbang, Incendiary Grenade og Smoke Grenade. CT liðið getur notað Smoke Grenade til að hægja á T liðinu og á meðan það er virkt sér T liðið ekki í gegnum Smoke Grenade. T liðið getur notað Smoke Grenade til að komast inn á sprengjustað án þess að sjást. CT liðið getur notað Incendiary Grenade til að neyða T liðið til að stoppa eða fara í gegn og brenna. T liðið getur notað Incendiary Grenade til að brenna CT liðið á sprengjustaðnum. Flashbang blindar fólk. High Explosive Grenade er notað til að meiða óvini. Decoy lítur út eins og Flashbang og það getur ruglað óvini.
Peningar
Það er peningakerfi í leiknum. Í fyrstu lotunni byrja allir með $800 sem er best að eyða til að hjálpa við að vinna lotuna. Ef þeir tapa einni lotu fá allir í liðinu $1400, ef þeir tapa tveimur lotum í röð fá allir í liðinu $1900, ef þeir tapa þremur lotum í röð fá allir í liðinu $2400, ef þeir tapa fjórum lotum í röð fá allir í liðinu $2900 og ef þeir tapa fimm lotum í röð fá allir í liðinu $3400, eftir það hækkar upphæðin ekki lengra $3400. +$800 ef maður er í T liðinu og nær sprengjunni niður en tapar. Ef liðið vinnur lotu með því að drepa alla í hinu liðinu fá allir í liðinu $3250, ef liðið vinnur með því að sprengja sprengjuna sem T eða slökkva á sprengjunni sem CT fá allir í liðinu $3500.