Counter-Strike: Global Offensive

Leikreglur

Counter-Strike: Global Offensive, eða CS:GO, er framhald af upprunalega leiknum, Counter-Strike. Í leiknum eru 5 spilarar í hvoru liði, liðin eru Counter Terrorists(CTs) og Terrorists(Ts). Bæði lið fá byssur og tilgangur leiksins fyrir CT liðið er að stöðva T liðið frá því að setja niður sprengju og sprengja hana. T liðið hefur 1 mínútu og 55 sekúndur til að komast á sprengjustað B eða A og setja niður sprengjuna, ef þeir ná því ekki tapa þeir lotu. Þegar sprengjan er komin niður hefur CT liðið 45 sekúndur til að stöðva sprengjuna annars tapa þeir lotunni. Leikir eru upp í 16 lotur og það þarf að vinna með tveggja lotna mun. Eftir fyrstu 15 loturnar er skipt um lið.

Byssur

Það er fullt af byssum til að velja. Það eru rifflar, hríðskotabyssur, skammbyssur, haglabyssur og vélbyssur. CT liðið og T liðið fá sumar öðruvísi byssur. Munurinn á byssunum er sá að CT liðið fær FAMAS, M4A4 eða M4A1-S, AUG, USP-S eða P2000, Five-Seven eða CZ-75, MAG-7, SCAR og MP9, í staðinn fyrir þessar byssur fær T liðið Galil AR, AK-47, SG 553, Glock-18, Tec-9 eða CZ-75, Sawed-off Shotgun, G3SG1 og Mac-10. Allar aðrar byssur eru eins á liðunum.

Búnaður

Bæði liðin geta keypt nokkrar gerðir af handsprengjum. Bæði liðin fá Decoy, High Explosive Grenade, Flashbang, Incendiary Grenade og Smoke Grenade. CT liðið getur notað Smoke Grenade til að hægja á T liðinu og á meðan það er virkt sér T liðið ekki í gegnum Smoke Grenade. T liðið getur notað Smoke Grenade til að komast inn á sprengjustað án þess að sjást. CT liðið getur notað Incendiary Grenade til að neyða T liðið til að stoppa eða fara í gegn og brenna. T liðið getur notað Incendiary Grenade til að brenna CT liðið á sprengjustaðnum. Flashbang blindar fólk. High Explosive Grenade er notað til að meiða óvini. Decoy lítur út eins og Flashbang og það getur ruglað óvini.

Peningar

Það er peningakerfi í leiknum. Í fyrstu lotunni byrja allir með $800 sem er best að eyða til að hjálpa við að vinna lotuna. Ef þeir tapa einni lotu fá allir í liðinu $1400, ef þeir tapa tveimur lotum í röð fá allir í liðinu $1900, ef þeir tapa þremur lotum í röð fá allir í liðinu $2400, ef þeir tapa fjórum lotum í röð fá allir í liðinu $2900 og ef þeir tapa fimm lotum í röð fá allir í liðinu $3400, eftir það hækkar upphæðin ekki lengra $3400. +$800 ef maður er í T liðinu og nær sprengjunni niður en tapar. Ef liðið vinnur lotu með því að drepa alla í hinu liðinu fá allir í liðinu $3250, ef liðið vinnur með því að sprengja sprengjuna sem T eða slökkva á sprengjunni sem CT fá allir í liðinu $3500.

Saga

Counter-Strike var búinn til árið 1999 sem mod fyrir Half-Life. Síðan þá hefur leikurinn vaxið svo mikið. Það hafa verið 3 gerðir af leiknum, Counter-Strike 1.6, Counter-Strike: Source og Counter-Strike: Global Offensive. Counter-Strike: Global Offensive kom út í beta 30. nóvember, 2011 en leikurinn kom út 21. ágúst, 2012. Það hefur verið keppt í leikjunum næstum því síðan Counter-Strike kom út. Sum af sögulegustu liðunum eru Natus Vincere, SK Gaming, The Golden Five, Fnatic, Ninjas in Pyjamas, Mousesports, VeryGames, LDLC, EnvyUs, TSM og Complexity.

Get_Right að vinna ESL One Cologne 2014 með NiP

Fnatic að vinna ESL One Cologne 2015

EnvyUs að vinna Dreamhack Cluj Napoca 2015

SK að vinna ESL One Cologne 2016