Um leikinn

Witcher 3 Wild hunt er byggt af bókunum eftir Andrzej Sapkowski sem að er pólskur fantasíu rithöfundur. Í Witcher 3 spilar þú sem Geralt of Rivia og þú veiðir skrímsli sem að kallast að vera witcher. Í leiknum ertu aðallega að taka "quests" frá allskonar fólki sem að geta beðið þig að gera allskonar hluti til að halda sögunni gangandi en þú ert oftast að veiða skrímsli í þessum quests.

Sögusviðið er fantasíu heimur að nafni "The Continent". Í honum búa meðal annars menn, álfar, dvergar, skrímsli og aðrar verur. Aðalkarakterinn er Geralt of Rivia, Witcher-inn, sem hefur verið þjálfaður sem skrímsla veiðari síðan í barnæsku. Hann er einnig með þjálfun í að rekja spor, seyðagerð og göldrum. Geralt fær veður einn dag af því að ættleidd dóttir hans og ástkonu sinnar Yennefer, nefnd Ciri sé komin aftur á sjónarsviðið. Ciri er uppspretta rosalegra galdramátta og eftir sennilegt dauðsfall blóðforeldra hennar fær hún þjálfun í að verða Witcher og Yennefer kennir henni að stjórna göldrum sínum. Ciri veit ekki að keisari landsins sé blóðfaðir hennar, hann lét hana frá sér vegna þess að hann varð fyrir bölvun sem hann varð að vernda dóttur sína frá og gaf henni því auðmjúkt líf. Ciri hvarf svo nokkrum árum áður en saga leiksins hefst til þess að flýja "The Wild Hunt" sem að er hópur drauga stríðsmanna, leiddir af konungi Villtu Veiðarinnar, álfinum Eredin, sem er úr annari vídd.

Framleiðendur

Leikurinn er framleiddur af stúdíó CD Projekt Red og eru þeir pólskir tölvuleikjaframleiðendur, útgefendur og dreifingaraðilar. Fyrirtækið var sett af stað í maí, 1994 og voru það þeir Marcin Iwiński og Michał Kiciński. Þeir voru báðir að vinna í sölu á tölvuleikjum áður en haldið var í fyrirtækjareksturinn. CD Projekt Red var svo myndað árið 2002. Hugmyndin að Witcher kom svo eftir að fyrirtækið hafði verið að þýða leik yfir á pólsku að nafni "Baldur's Gate: Dark Alliance" sem var leikja hugmynd annars fyrirtækis sem vann með CD að tveimur leikjum af þessari gerð. Leikinn var svo hætt við að gera og tóku CD menn þá kóðann úr honum og ætluðu að nota hann í sinn eiginn leik, The Witcher.

Fyrsti leikurinn að Witcher var svo gefinn út 2007, en gaman er að segja frá því að annað fyrirtæki, Metropolis software hafði verið að vinna að Witcher leik nokkrum árum áður, en þeir hættu við og seldu CD Projekt Red réttindin. Annar leikurinn kom svo út 2011 og tók þá svo þrjú og hálft ár að þróa með sér Witcher 3. Það þurfti að taka upp allar raddir og allskonar hluti. The Witcher 3: Wild Hunt kom svo í búðir fyrir PC tölvur, XBOX og Playstation í maí, 2015.

Þróun leiksins

Witcher 3 var búinn til með tölvuleikjavélinni REDengine 3, vél sem Projekt Red höfðu unnið sjálfir. Heimur leiksins er risavaxinn og þurfti að gera hann þannig að hann yrði aldrei leiðinlegur að spila. Bardagar voru teknir vel fyrir og áttu þeir að vera eins fullkomnir og þeir mögulega gátu. Þó að leikurinn hafi verið stútfullur af efni þegar fyrst var hægt að spila hann, mörghundruð klukkutímar, bættist enn við í hann þegar að leikjahönnuðurinn gaf út niðurhalanlega efnið (DLC) Hearts of Stone, 13. október 2015 og seinna meir pakkann Blood and Wine þann 31. maí, 2016. Þessir pakkar eru svokallaðir viðbótspakkar (Expansion packs) sem að gefa notanda mun meira efni til þess að spila.

Notendur

Leikurinn var seldur áður en hann kom út um 1.5 milljón sinnum. Er talan nú komin yfir 40 milljón eintök seld og er hún enn að telja. Þetta segir manni að notendur leiksins séu alveg gífurlega margir og eru það alls ekki einungis einn kynja og aldurshópur. Leikurinn er án efa spilaður af fullt af fólki um allan heim og er notendahópurinn af öllum stærðum og gerðum. Witcher 3: Wild Hunt er með einkunn á metacritic.com upp á 93/100 og notendur leiksins gefa honum 9.4 af 10.

Lokaorð

Leikurinn er orðinn það gamall að tölvuleikja aðdáendur er farnir að spila annað og er grafíkin við það að detta úr tísku. En samt sem áður er hann einn af þeim leikjum sem líta furðuvel út árið 2019, þótt svo langur tími hafi liðið. Um leikinn má án efa segja að hann sé einn af klassísku tölvuleikjunum og verður örugglega hægt að spila hann áfram um ókomna tíð.