TÖLVULEIKIR

Vefritgerðir sem unnar eru í VEF1VG05A, tölvubraut

Nemendur velja sér tölvuleik til að fjalla um að eigin vali. Umfjöllunarefnin eru frá ýmsum tímum og eru þau flokkuð hér eftir aldri

Forspil

Forsögu tölvuleikja má rekja langt aftur í aldir þar sem saga tölvuleikja er í raun brot af langri sögu leikja og spila. Leikir og spil hafa lengi verið partur af menningu mannfólksins og sýna sögulegar fornminjar að sögu leikja og spila megi rekja að minnsta kosti aftur til ársins 5.000 f.Kr og trúlega eiga leikir og spil enn lengri sögu en það.

Spacewar

Fyrstu tölvuleikirnir voru í raun eins konar tilraunir með tölvubúnað þar sem sérfræðingar voru að prófa sig áfram með möguleika forritunar í þessum tækjum. Hér má til dæmis nefna eldflaugahermi Thomas T. Goldsmith Jr. frá árinu 1947, skákhermi frá sama ári, Birtie the Brain frá árinu 1950 og OXO frá 1952, sem eru báðir mylluhermar, og tennisleik William Higinbotham, Tennis for Two, frá 1958.

Heimild: Leikjasafn.is