SUPER MARIO BROS

Super Mario Bros

í Nintendo Entertainment System (NES).

Leikurinn var fyrst gefinn út í Norður Ameríku og Japan árið 1985 og síðan í Evrópu tveimur árum síðar.

Leikurinn var hannaður af Shigeru Miyamoto og Takashi Tezuka sem að báðir störfuðu fyrir “Entertainment Analysis and Development” deild Nintendo á þeim tíma. Shigeru Miyamoto er skráður bæði sem höfundur og framleiðandi Super Mario Bros.

Super Mario Bros er einfaldur og höfðar því vel til yngri kynslóðarinnar, en stór hluti notenda eru fullorðnir í dag (fæddir á níunda áratugnum eða fyrr) en ólust upp við að spila leikinn. Fyrir marga var þetta einn af fyrstu tölvuleikjunum og í fyrstu leikajtölvunni og spilar því stórann þátt í nostalgíunni hjá fólki sem enn þann dag í dag sækist eftir að kaupa og gera upp NES tölvurnar til að geta spilað.

Super Mario Bros var lengi mest seldi tölvuleikurinn af Mario leikjunum, þangað til að Wii Sports frá Nintendo kom út. Fjölmargir Mario leiki hafa verið framleiddir síðan þá en þessi tiltekni leikur hefur haldið sér með sama formi. Árið 2005 var leikurinn titlaður “Besti leikur allra tíma” eftir að hafa haft umsvifa mikil áhrif á tölvuleikja markað á níunda áratugnum.

Leikurinn mun alltaf vera vinsæll hjá tölvuleikjaunnendum sem að ólust upp við að spila hann, enda spilar nostalgían stórt hlutverk hjá okkur. Super Mario leikirnir munu vafalaust halda áfram að vera vinsælir en á allt öðru formi en þessi 30 ára gamli tölvuleikur sem um ræðir. Leikurinn var síðast gefinn út árið 2012 fyrir Nintendo 3DS, vonandi þó ekki í síðasta sinn.

Heimildaskrá Super Mario wikipediaArstechnica