Upp úr 1960 gerði Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna (U.S. Department of Defense) ýmsar tilraunir sem miðuðust að því að tengja tölvur saman í net, sem gæti starfað þótt vá á borð við kjarnorkustyrjöld bæri að höndum. Tölvunetið varð að vera starfhæft þótt einstakir hlutar þess dyttu út. Árangur þessara tilrauna varð ARPANET, sem tengdi saman rannsóknarstofnanir í vísindum og í háskólum. Þetta net var fyrirrennari Internetsins. ARPANET var nánast fyrst og fremst tölvupóstur og gopher, þ.e. nokkurs konar sérhæfð upplýsingasöfn fyrir vísindamenn. Tæknin við þetta net mótaðist aðallega milli áranna 1975 og 1980. Vísindamenn þróa TCP/IP tungumálið sem gerir tölvum kleyft að tengjast netinu.
Árið 1989 þróaði evrópski vísindamaðurinn Tim Berners-Lee HTML er samhæft tungumál sem segir til hvernig texti og myndir heimasíðna birtast á skjánum. Hann bjó til veraldarvefinn, eða www (World Wide Web) og lagði til að heimasíður yrðu ofnar með tungumálinu HTML (Hyper-Text Markup Language). Fyrsti HTML-staðallinn var notaður innan CERN (Kjarnorkurannsóknarráðs Evrópu) sem er í Sviss, um 1990. Staðallinn var búinn til svo vísindamennirnir gætu látið ritgerðir sínar liggja frammi og hver gæti lesið eftir annan. Þessi fyrsti staðall var heldur frumstæður, t.d. var ekki hægt að birta myndir á slíkum vefsíðum. Í október - nóvember 1990 varð til nafnið World Wide Web.
Fyrstu vafrarnir voru síðan þróaðir árið 1993 af ungum háskólanemendum í háskólanum í Illinois, Bandaríkjunum. Vafrar eru forritin sem lesa út úr HTML tungumálinu og sýna notendum efni vefsíðnana.
Á veraldarvefnum er hægt að búa til heimasíður með tengingum í hinar og þessar upplýsingar. Veraldarvefurinn og HTML tungumálið gerir almenningi auðveldara fyrir að fikra sig áfram á netinu. Um 1994 - 95 fór almenningur að nýta sér þetta nýja samskiptaform þegar heimilistölvur verða sífellt ódýrari og kraftmeiri. Tenglar (links) gera almenningi kleyft að nálgast upplýsingar án þess að hafa sérhæfða þekkingu á internetinu. Árið 1993 voru til um 50 vefmiðlarar til í heiminum. Miðlari er íslenska orðið yfir server. Fjöldi miðlara í dag
Enginn á eða stjórnar internetinu. Internetið tengir fólk í löndum heimsins með notkun tölva, ljósleiðara, gervihnatta og símalína. Netið hefur breytt menningu okkar, samskiptum, viðskiptum, rannsóknum og námi. Internetið gerir fólki kleyft að fylgjast með heimsfréttum eins og aldrei fyrr og hefur nýst vel við baráttunni gegn mannréttindabrotum. Hægt er að leita í þúsundum gagnagrunna á netinu, sjá hvaða bækur eru til í bókasöfnum hvar sem er í heiminum, horfa á sjónvarp og kvikmyndir, hlusta á útvarpið, kaupa ýmislegan varning, panta pitsur, skoða bankareikninga og stunda viðskipti.