Samfélag


Það eru margir sem spila CS:GO alveg sama um aldur, kyn og áhugamál, margar stelpur að spila leikinn alveg eins og strákar, þó að það séu fleiri strákar auðvitað, og flestir spilarar eru samt á aldrinum 15-25 þó að það séu undantekningar. Og það helsta sem tengir áhugamaál eru þá bara tölvuleikir eða byssur.

Stuðningur leiksins sýnir að hann er ekkert að fara neitt á næstunni. VALVE viðhalda afar vel við CS:GO og eru alltaf að bæta nýjum hlutum við leikinn. (skins) Leikurinn er sífellt að aðlaða nýja leikmenn og vekur mikla athygli í tölvuleikjaheiminum. Þrátt fyrir að leikurinn hefur verið til síðan 2012, er samt alltaf verið að finna og laga ýmsa galla í leiknum. Oft sér maður þá tilkynnta á reddit síðu CS:GO þar sem rúm miljón mans lesa reglulega meðal annars deilir það samfélag myndskeiðum, myndum og færslum um CS:GO.

Einnig er alltaf rosa mikill spenningur á svona mótum

Svo eru líka fullt fullt af fólki sem horfir á fræga spilara í gegnum miðil sem kallast Twitch og eru þeir spilara bara að fá fleiri og fleiri áhorfendur með deginum, þannig ég held að leikurinn sé á bara mjög góðum stað og sé ekkert að fara á næstunni með spilara eða áhorfendur.