Að spila leikinn
Tilgangur
Counter Strike Global Offensive, eða CS:GO er fps leikur, þeir sem spila leikinn (spilarar) geta verið tvö lið: Sérsveitin og Hryðjuverkamaður eða CT's og T's (Counter Terrorists og Terrorsist). Í hverju liði eru 5 leikmenn, T's eiga að fara og setja niður (planta) sprengju á annað hvort sprengu svæði A eða B og hafa mínútu og 50 sekúndur til þess en CT's eiga að koma í veg fyrir að sprengjan springur með því að annað hvort drepa alla í T liðinu og/eða aftengja sprengjuna.
Hvernig leikur spilast áfram
Í byrjun leiks byrja allir með skammbyssur sem eru samt misgóðar eftir liði, byrja bæði liðin með 800$ og geta þessi lið keypt hlífnað, betri skammbyssur eða hluti svo sem handsprengjur og/eða reyksprengjur til að vinna lotuna og fær þá eitt stig, til að sigra þarf lið 16 stig. Það geta verið spilaðar 30 lotur og enda þá með 15:15 (jafntefli). En með hverri lotu sem lið sigrar fá allir í liðinu 3400$ og geta þá enn og aftur keypt betri byssur svo sem rifla eða annað, en ef lið tapar fær það lið bara 1400$ en hækkar um 500$ með hverri lotu sem er tapað í röð (max 3400$).
Dæmi um skammbyssulotu
Ég fór í leikinn sjálfur og tók upp myndband af því hvernig skammbyssulotur virka í sitthvorum liðum.
Hérna er myndbandið fyrir CT's og Hérna er myndbandið fyrir T's
Í fyrra myndbandinu gerist það að liðið mitt hleypur inn og nær að drepa 2 í hinu liðinu og nær sprengjunni og verndum við þá sprengjuna svo að T's ná ekki að setja hana niður því annars fá þeir stig en ekki við.
Í seinni myndbandinu er ég með sprengjuna og set hana niður á sprengjusvæði B og drep ég svo einn úr andstæðings liðinu til að koma í veg fyrir að hann nái að aftengja sprengjuna og tryggi þá stig fyrir liðið mitt.