Spilun


CS:GO spilast á sama vegu og aðrir Counter-Strike leikir. Spilarar spila eitt af tveimur liðum; Sérsveitin eða Hryðjuverkamenn. Bæði lið hafa mismunandi markmið, Sérsveitin eiga að koma veg fyrir Hryðjuverkamennina að sprengja eitt af tveimur svæðum á kortinu eða á Sérsveitin að bjarga gíslum sem Hryðjuverkamennirnir eru með í haldi. Markmið fara eftir hvaða borð er spilað (defuse/hostage), sum borð eru sprengju-borð og önnur gísl-borð. Ekki geta spilendur valið hvort liðið þeir byrja sem (Sérsveitin/Hyriðjuverkamenn). Fimm leikmenn eru í hvoru liði og það lið sem vinnur 16 lotur sigrar. Hálfleikur er þegar 15 lotur eru búnar af leiknum og þá víxlast liðin. Hver lota er 1:55 mín. Hver leikur getur verið að hámarki 30 lotur (sem endar væntanlega í 15:15 sem er jafntefli).

Til eru fimm leikþættir í CS:GO. Þeir heita Competative, Deathmatch, Demolition, Arms Race og Casual. Competative er aðal kjarni leiksins. Hver spilari fær birt um hversu góð/ur hann er í Competative með merkjum. Hægt er að vera með eitt af 18 merkjum. Þau hafa hvert og eitt sitt heiti. Þegar þú spilar svo Competative leik; ert þú settur á móti jafn góðum spilurum og þú sjálfur (með sama merki og þú).

Hver og einn leikmaður hefur sinn pening til að kaupa vopn sem gefinn er upp í dollurum. Peningurinn sem hver og einn fær eftir hverja lotu er mismunandi og fer eftir ýmsu; ef lið hans vann síðastliðna lotu, ef lið hans hefur tapað 1,2 eða 3 í röð fær hann ákveðinn pening, hvort viðkomandi drap óvin og með hvaða vopni, hvort viðkomandi sprengdi sprengjuna eða ef þú ert í Sérsveitinni þá er það hvort þú aftengdir sprengjuna. Svo er tekið af þér pening ef þú skaddar leikmann í þínu liði. Hæsta upphæð sem hægt er að hafa er $16000.

Fyrsta lota leiks er alltaf ‘skammbyssu lotan’ því þá byrja allir með $800 (Sérsveitin og Hryðjuverkamennirnir). Skammbyssa kostar frá $300 - $700 eftir því hvað þú kaupir. Þegar keyptir eru rifflar og skothelt vesti og handsprengjur kostar það ~$4700 - $6750. Lið þurfa að skipuleggja hvað skal kaupa og hvort allir eigi ekki annars efni á því. Ef liðið eiga ekki efni á nógu góðum vopnum er sparað fyrir næstu lotu, þegar er sparað er ekki ætlast til að teymið sigri þá lotu.

de_dust2Mest spilaða borðið í leiknum (de_dust2). bomb-plantHryðjuverkamaður planta sprengju. defusing bombSérsveitarmaður að aftengja sprengju. hostage rescueSérsveitarmaður að bjarga gísl.

© 2017 Pétur Steinn Guðmundsson