Útgáfa "Mjallhvítar og dverganna sjö" hafði djúpstæð og varanleg áhrif á fyritæki Walt Disney og teiknimyndaframleiðslu almennt frá þeim tíma. Tekjur af teiknimyndinni í bíósölu var mikill. Þessi ótrúlegi árangur gaf stúdíóinu kost á að leggja peninga í ný verkefni og tækni, sem tryggði áfram vöxt fyrirtækisins.

Áður en "Mjallhvít" kom út, voru teiknimyndir aðeins stuttmyndir ætlaðar fyrir börn. Mjallhvít höfðaði hinsvegar til allra aldurhópa, eitthvað sem fáir höfðu haft trú á. Árangur Teiknimyndarinnar opnaði möguleika á að búa til fleiri teiknimyndir í fullri lengd og til varð ný kvikmyndagrein. Disney fyrirtækið framleiddi síðan fjölda klassískra teiknimynda eins og Bamba, Öskubusku, Fríðu og dýrið. Sjá lista yfir teiknimyndir Walt Disney fyrirtækisins
Árangur myndarinnar hvatti Disney til að halda áfram að víkka möguleika teiknimynda og sagnagerð. Stúdíóið þróaði nýjar aðferðir, svo sem þriggja lita myndavélina og þrívíddar myndatökur. Næstu teiknimyndir byggðu síðan á listrænum árangri Mjallhvítar og þróuðu áfram.
Árangur myndarinnar gerði Disney að alþekktu nafni um allan heim. Disney þróaði framleiðslu sína yfir á aðra miðla, tímarit, bækur, leikföng, skemmtigarða og fleira. Vinsældir myndarinnar lögðu grundvöll undir fjölbreytt fyrirtæki sem Disney er í dag. Teiknimyndin varð innblástur fyrir kvikmyndagerðarmenn og teiknimyndaframleiðendur til að gera vandaðar teiknimyndir.