Ástin hefur ávallt verið vinsælt umfjöllunarefni og er mikið tekin fyrir í bókum, tónlist og fleiru. Gömlu ævintýrin eru þar engin undantekning. Disney myndirnar sem hafa verið gerðar eftir ævintýrunum halda þessum hugmyndum um ástina en þó er munur á því hvernig hún birtist. Í sögunum er ástin heldur raunsærri og ekki eins auðfengin og eðlileg við fyrstu sýn. Dæmi um það er til dæmis í ævintýrinu um Mjallhvíti.
Sagan af Mjallhvíti
Sagan um Mjallhvít og dvergana sjö kemur upphaflega úr þýskri þjóðsögu sem Bræðurnir Grimm gerðu vinsæla með þegar þeir gáfu út safn með þjóðsögum sem nefnast "Þýskar þjóðsögur (Deutsche Sagen)." Bræðurnir Grimm, Jakob og Wilhelm Grimm, voru þýskir fræðimenn og þjóðsagnafræðingar sem söfnaðu sögum, goðsögum og frásögnum úr ýmsum menningarsvæðum Evrópu.
Þjóðsagan um Mjallhvítu kom fyrir í fyrsta bindi þjóðsagna bræðranna, sem kom út árið 1812. Sagan byggir á munnmælasögum sem sagðar voru víða um Evrópu fyrr á tímum.
Söguþráður
Sagan fjallar um unga fallega prinsessu sem móðir hennar nefnir Mjallhvíti. Mjallhvít vekur öfund stjúpmóður sinnar þegar töfraspegill í eigu hennar segir henni að Mjallhvít sé henni fremri að fegurð. Drottningin verður hamstola af öfund og reynir að koma mjallhvíti fyrir kattarnef,
Mjallhvít kemst undan og finnur skjól í kofa langt inní skógi. Kofinn reynist vera heimili sjö dverga. Dvergarnir leyfa Mjallhvíti að dvelja hjá sér en drottningin finnur út hvar hún er með hjálp töfraspegilsins.
Í teiknimyndinni er prinsinn hennar til staðar frá byrjun, hann kemur og syngur fyrir hana og hún er sífellt að hugsa um hann. Þegar hún deyr kemur hann, kyssir hana og þá lifnar hún við og þau lifa hamingjusöm til æviloka. Í ævintýrinu hins vegar birtist prinsinn ekki fyrr en Mjallhvít er dáin og honum finnst hún svo falleg að hann tekur hana með sér í kóngsríkið en á leiðinni missir hann hana og þá hrekkur eitraði eplabitinn upp úr henni, hún lifnar við og þau lifa, eins og í ævintýrinu, hamingjusöm til æviloka. Sýnin á ástarævintýri prinsins og Mjallhvítar er mun raunsærri í ævintýrinu, enginn lifnar jú upp frá dauða af einum kossi.