Mjallhvít og dvergarnir sjö er klassísk teiknimynd framleidd af Walt Disney Productions (nú Walt Disney Animation Studios). Hún kom út árið 1937 og er almennt talin vera einn af mikilvægustu myndum í sögu teiknimyndagerðar. Myndin var fyrsta teiknimyndin fullri lengd og sýnd sérstaklega í kvikmyndahúsum. Vinsældir hennar urðu til þess að Walt Disney snéri sér að því að búa fleiri teiknimyndir og njóta þær enn mikilla vinsælda.

Framleiðsluferlið
Hugmynd og söguþróun: Hugmyndin um að nota söguna af Mjallhvíti kom frá Walt Disney sjálfum. Hann sá möguleika á að búa til teiknimynd sem hefði áhrif bæði á börn og fullorðna. Sagan fór í gegnum miklar breytingar og þróun áður en endanleg útgáfa varð til.
Hönnun persóna: Persónurnar voru hannaðar af listamönnum sem allir höfðu sinn eigin stíl og hugmyndir. Hönnun dverganna sjö miðaðist við að gera hvern þeirra einstakan og auðþekkjanlegan. Drottningin var sterkur karakter sem sveifst einskins og prinsinn algjör dúlla.
Teiknimyndagerðin: Teiknimyndagerð felst í því að búa til þúsundir teikninga á glærum, sem er raðað saman í eina heild. Þeir hlutir sem hreyfast er skipt út ca 4-8 sinnum á sekúndu. Myndahöfundar teiknuðu ferlið en síðan voru tugir starfsmanna sem bættu nánari hreyfingum inn í teiknimyndina.
Marglita myndavél: Nýjasta tækni var notuð til að mynda teikningarnar og marglita myndavél var notuð til að taka myndina upp í lit. Einnig var myndatakan tekin í þrívíddar umhverfi með því að taka myndir í mismunandi fjarlægð frá myndavélinni. Þessi tækni gerði myndatökurnar mjög raunsæjar.
Tónlist og leikhljóð: Tónlistin í teiknimyndinni er samin af Frank Churchill og Larry Morey, hún gegnir mikilvægu hlutverki í að magna tilfinningar og auka áhrif sögunnar. Talsetning var var flutt af lærðum leikurum sem veittu persónum líf með líflegri samræðu og söngvum.
Áskorun og nýjungar: Framleiðsla myndarinnar bauð upp á margar áskoranir. Kostnaður myndarinnar fór yfir upphaflegar áætlanir og margir innan iðnaðarins voru vissir um að þetta væri glapræði og fyrirtækið yrði gjaldþrota. Hins vegar var áræði Walt Disney og framsýni sem leiddi til þess að nýjar aðferðir voru prófaðar nýjasta tækni notuð. Margar af þeim nýungum eru staðlar í teiknimyndagerð í dag.