undanfari VEF2VH05BU
VEF2VF05CU
Í áfanganum eru grunnatriði vefforritunar kynnt. Farið er í miðlara/biðlara uppbyggingu vefsíðna, samskipti þeirra og hlutverk hvers hluta. Nemendur vinna að smíði vefja með miðlaramáli. Lögð er áhersla á málfræði og endurnýtni á kóða í gerð vefja.
TÖLVUBRAUTIN
Tölvubrautin er fjölmennasta braut Tækniskólans og er leiðandi í kennslu á sviði tölvunar- og kerfisfræði á framhaldsskólastigi.
Lögð er áhersla á að nemendur nái tökum á forritun og notkun tölvutækni í námi. Brautin býr nemendur sérstaklega undir nám í háskóla á sviði tölvunarfræði, vefþróun, tækni- og verkfræði.