GIT VERKLAG

Nemendur geta hlaðið upp verkefnum (upload files) beint í verkefnamöppurnar en það er skynsamlegt að nota þær lausnir sem GIT og Github bjóða upp á.

Til að vinna skipulega í verkefnum þarf að sækja áfangageymsluna af Github. Við tökum klón (clone) spegilmynd af áfangageymslunni yfir á okkar tölvu og vinnum öll verkefnin staðbundið (local). Til þess er best að nota GIT.

 • Við speglum áfangageymsluna “Clone Repository” og vinnum með gögnin í geymslunni staðbundið (local)
  1. Smellið á Code hnappinn og afritið kóðann sem birtist í textareitinum
   Repository Clone
  2. Opnið Git Bash og veljið hentugan stað til að setja áfangamöppuna í tölvunni
   $ cd ~/desktop/
   Skrifið git clone og límið [Shift]+[insert] HTTPS kóðann inn
   $ git clone https://github.com/21VA1/21VA1-geymsla.git
  3. Síðan er hægt að fara vinna í verkefnum áfangans. Munið að vista verkefnin reglulega í Git, $ git add .
  4. Verkefnum er síðan skilað með því að skrá $ git commit -m 'skilaboð'
   og $ git push í Git bash
  5. Git er innbyggt í Visual Studio Code forritið, þar notum við það í allri verkefnavinnu áfangans.
 • Þegar yngri útgáfa skjals er í víðværri (remote) geymslu þá þarf að sækja það með skipuninni $ git pull
 • Ef maður er ekki viss hver staðan er þá er tjékkað á stöðunni með $ git status.
 • Það er hægt að skrifa kóða beint í skjöl í Github geymslum, munið að vista skráninguna með “Commit”
 • Aðeins er hægt að skoða vefsíður í vafra (browser) staðbundið (local). Notið “Live Server” viðbótina í Visual Studio Code

 • Skjáfyrirlestur á Youtube: Uppsetning “local” áfangageymslu